top of page
  • mess
  • White Facebook Icon
SELT / SOLD - Hús 6 - SG einingarhús til flutnings - 160 fm.

SELT / SOLD - Hús 6 - SG einingarhús til flutnings - 160 fm.

Vegna skipulagsbreytinga eru til sölu og flutnings tvær SG húseiningar, tengdar saman með viðbyggingu.
Hvor eining er 70 fm. að grunnfleti eða samtals 140 fm.
Á milli þeirra er tengibygging að grunnfleti 20 fm.  Heildargólfflötur samtals 160 fm.
Í dag skiptast einingarnar í 6 rými, 4 kennslustofur og tvö salerni.
Dúkur er á gólfum.
Húseiningar tvær voru byggðar af SG húseiningum á Selfossi árið 2009 og fluttar á staðinn í sitt hvoru lagi.
Þær hafa verið notaðar sem skólabyggingar og hvíla á staðsteyptum sökkuleiningum sem fylgja húsunum.  Við smíði þeirra var gert ráð fyrir að byggingarnar myndu víkja fyrir nýbyggingum.
Ofnar og lagnakerfi fylgir.
Ástand hússins svo sem gluggar, hurðir og ytra byrði er mjög fínt.
Húsið er til afhendingar um miðjan júní og skal flutningi þess lokið í þriðju viku júlí.
Nánari upplýsingar í síma 8981000.
Hér má sjá myndband.
Verð 8,5  milljónir án vsk.
Getum útvegað trausta aðila sem gera tilboð í flutning sem og teikningar fyrir skipulagsyfirvöld sem innihalda:  aðaluppdrátt, grunnmynd, útlit og snið, skráningartöflu, afstöðumynd, gluggateikningar, deili í þakloftun, burðarþol og tenging í frárennsli og neysluvatn.

Fylgdu okkur á www.facebook.com/efnisveitan
Endurnýtum & spörum

 

  •  

8.500.000krPrice
SELT / SOLD

Áhugi að skoða/kaupa þessa vöru?
Hafir þú áhuga á þessari vöru fyllir þú út fyrirspurnar formið hér til hliðar og sendir okkur.
Við svörum þér með upplýsingum um staðsetningu o
g tengilið vörunnar. Langflestar vörur eru staðsettar hjá eiganda vörunar sem að jafnaði er á höfuðborgarsvæðinu en töluvert er líka á landsbyggðinni.
Sé varan merkt SELD/SOLD þá er hún seld. 

 

Hvernig er greitt fyrir vöruna? 

Þegar kaupandi hefur skoðað vöruna og tekið ákvörðun að kaupa/endurnýta hana gerir Efnisveitan reikning á kennitölu kaupanda og kröfu í banka.
Efnisveitan er ekki með posa né tekur reiðufé.  Greiðsla miðast samhliða afhendingu vörunar.

Fyrirspurn

Móttekið! Þú heyrir frá okkur

 Efnisveitan - vöruhús Skeifan 7 (undir gamla Elko sjá nánar hér) Opnunartími milli kl.11 -13 virka daga

bottom of page