Húseiningar fyrir heilsárshús/sumarhús/gestahús -
Frábært tækifæri til að eignast vandaðan efnivið til að búa til sitt eigið 100fm heilsárshús fyrir minna en 7 milljónir án vsk. Um er að ræða notaðar norskar Moelven húseiningar sem henta vel í heilsárshús, veiðihús, sumarhús, gestahús eða gistiaðstöðu(hótel) fyrir ferðamenn eða aðra afþreyingarþjónustu. Öll hafa húsin fengið gott viðhald eru vel einangruð og með vatns- raflagna- og brunavarnarkerfi. Sumar einingarnar nánast eins og nýjar, komu til landsins 2016. Í þeim flestum eru baðherbergin með vönduðum Grohe blöndunartækjum. Það eru 16 einingar eftir, öll með gagnstæðum herbergjum með rúmi, rúmfötum, stól, skrifborði, skáp, sturtu, klóseti og vask.
Ath að 5 einingar frá 2016 urðu fyrir óverulegum skemmdum á gólfi eftir vatnsleka.
Þess má geta að einfalt er að klæða húsin og þannig gerbreyta ásýnd.
Húseiningarnar eru tilbúnar til afhendingar og til sölu og sýnis í Reykjanesbæ en þær voru áður staðsettar við Búrfellsvirkjun.
11 einingar frá 2016
5 einingar frá 2008
Verð á húseiningu án vsk.
Árgerð 2008 - 1.700.000 - pr. fm 69 þús
Árgerð 20