top of page
  • mess
  • White Facebook Icon
SELT / SOLD - Sumarhús til flutnings - 45 fm Hvolsvöllur - VIDEO

SELT / SOLD - Sumarhús til flutnings - 45 fm Hvolsvöllur - VIDEO

Til sölu og til flutnings, 45 fm. sumarhús sem staðsett er á Rangárþingi Eystra, rétt hjá Hvolsvelli. 
Það var byggt á staðnum árið 1983 en ekki annað að sjá en að dregarar sé í fínu standi og því hentugt til flutnings.
Bústaðurinn er 45,3 fm. með tvö lítil svefnherbergi. Gluggar austan megin eru ónýtir og þarf að skipta um þá.

Gengið er inn um útidyr norðanmegin í húsinu en auk þess er hægt að ganga út úr stofu. Þegar gengið er inn norðan megin er að finna litla geymslu á vinstri hönd en við hlið geymslunnar er klósett með vaski og sturtu.
Í alrýminu er lítið eldhús með borðkrók og lítilli stofu.
Það varð leki í húsinu fyrir nokkrum árum sem gerði það að verkum að nauðsynlegt er að skipta um gólfplötur. Það var allt þurrkað upp með lofthreinsitækjum en það sér á gólfinu.

Það er á ábyrgð kaupanda að fjarlægja húsið af undirstöðum. Þá var leki á gólfi í geymslunni.

Nokkur tilboð hafa borist og er unnið úr þeim þessa helgina 14 til 15 júní.


Keyrt er inn afleggjarann að Móeiðarhvoli.
Hér er leiðarlýsing.
Hér má sjá Youtube - myndband.

Lágmarksverð er 500.000 kr. og hámarksverð er 1.5 m. án vsk.

Horft er til þess hversu fljótt viðkomandi getur fjarlægt húsið. 

Nánar upplýsingar veitir Hugi í síma 8981000.

 

Fylgdu okkur á Facebook
Endurnýtum & spörum

    123krPrice
    SELT / SOLD

    Áhugi að skoða/kaupa þessa vöru?
    Hafir þú áhuga á þessari vöru fyllir þú út fyrirspurnar formið hér til hliðar og sendir okkur.
    Við svörum þér með upplýsingum um staðsetningu o
    g tengilið vörunnar. Langflestar vörur eru staðsettar hjá eiganda vörunar sem að jafnaði er á höfuðborgarsvæðinu en töluvert er líka á landsbyggðinni.
    Sé varan merkt SELD/SOLD þá er hún seld. 

     

    Hvernig er greitt fyrir vöruna? 

    Þegar kaupandi hefur skoðað vöruna og tekið ákvörðun að kaupa/endurnýta hana gerir Efnisveitan reikning á kennitölu kaupanda og kröfu í banka.
    Efnisveitan er ekki með posa né tekur reiðufé.  Greiðsla miðast samhliða afhendingu vörunar.

    Fyrirspurn

    Móttekið! Þú heyrir frá okkur

     Efnisveitan - vöruhús Skeifan 7 (undir gamla Elko sjá nánar hér) Opnunartími milli kl.11 -13 virka daga

    bottom of page