
Endurnýtum & Spörum
UM OKKUR

Efnisveitan ehf. sérhæfir sig í að aðstoða við að framlengja lífdaga á margvíslegum efnivið í þeim tilgangi að lágmarka sóun og nýta sem best það sem jörðin gefur af sér.
Á hverju ári ganga hin ýmsu fyrirtæki stór og smá í gegnum breytingar, nú eða byggingar eru seldar eða fjarlægðar. Af þeim sökum þarf oft að fjarlægja verðmæti sem gætu verið notuð annarsstaðar og þá er tíminn oft dýrmætur. Okkar hlutverk er að leggja mat á hvað megi endurnýta fljótt og örugglega og finna kaupendur á sem skemmstum
tíma. Ekkert er okkur óviðkomandi þegar kemur að því að endurnýta, stórir sem smáir hlutir.
Meðal þess sem við höfum er byggingarefni, byggingarúrgangur, skrifborð, stólar, glerveggir, hurðir, hillur, skrifstofubúnaður, ljós, loftakerfi, gluggatjöld, prentarar, skjáir og fleira sem er í fullkomnu lagi og hægt er að fjarlægja án þess að verðmætið rýrni verulega.
Efnisveitan er á þriðja starfsári en nú þegar þjónustum við stór og smá fyrirtæki svo sem verkfræði- og lögfræðistofur, flugfélög, bæjarfélög, stofnanir, skóla, byggingaverktaka og fasteignafélög.
Þær vörur sem birtast hér á heimasíðunni breytast frá degi til dags og er ekki tæmandi það sem Efnisveitan hefur uppá að bjóða.
Efnisveitan reynir eftir fremsta megni að vinna með efniviðinn á þeim stað sem hann er staðsettur til að minnka kolefnisspor okkar.
Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Til að fá nánari upplýsingar um vöru þarf að fylla út fyrirspurnarformið sem er við hverja einustu vöru á síðunni. Þannig sjáum við hvaða vöru þú hefur áhuga á að kaupa/skoða.
Einnig er hægt er að senda okkur tölvupóst varðandi vörur/samstarf á efnisveitan@efnisveitan.is eða í síma 8981000 / 8631970.
Við erum með lítinn vörukjallara undir Elko í Skeifunni 7. Við erum með stuttann opnunartíma milli 12-13 virka daga. Ath Aðeins brot af því sem birtist hér á síðunni er í skeifunni.
Stofnendur & eigendur Efnisveitunar eru:
Bogi Auðarson 8631970
Hugi Hreiðarsson 8981000
Efnisveitan
Kt. 5501692159
Vsk nr. 119787



