UM OKKUR
Efnisveitan ehf. sérhæfir sig í að aðstoða við að framlengja lífdaga á margvíslegum efnivið í þeim tilgangi að lágmarka sóun og nýta sem best það sem jörðin gefur af sér.
Á hverju ári ganga hin ýmsu fyrirtæki stór og smá í gegnum breytingar, nú eða byggingar eru seldar eða fjarlægðar. Af þeim sökum þarf oft að fjarlægja verðmæti sem gætu verið notuð annarsstaðar og þá er tíminn oft dýrmætur. Okkar hlutverk er að leggja mat á hvað megi endurnýta fljótt og örugglega og finna kaupendur á sem skemmstum
tíma. Ekkert er okkur óviðkomandi þegar kemur að því að endurnýta, stórir sem smáir hlutir.
Meðal þess sem við höfum er byggingarefni, byggingarúrgangur, skrifborð, stólar, glerveggir, hurðir, hillur, skrifstofubúnaður, ljós, loftakerfi, gluggatjöld, prentarar, skjáir og fleira sem er í fullkomnu lagi og hægt er að fjarlægja án þess að verðmætið rýrni verulega.
Efnisveitan er á sjötta starfsári en nú þegar þjónustum við stór og smá fyrirtæki svo sem verkfræði- og lögfræðistofur, flugfélög, bæjarfélög, stofnanir, skóla, byggingaverktaka og fasteignafélög.
Þær vörur sem birtast hér á heimasíðunni breytast frá degi til dags og er ekki tæmandi það sem Efnisveitan hefur uppá að bjóða.
Hvernig ganga kaup fyrir sig?
Langflestar vörur eru staðsettar hjá eiganda vörunar sem að jafnaði er á höfuðborgarsvæðinu en töluvert er líka á landsbyggðinni.
Hafir þú áhuga á vöru fyllir þú út fyrirspurnar formið sem er við hverja einustu vöru á síðunni og sendir okkur. Þannig sjáum við hvaða vöru þú hefur áhuga á að skoða/kaupa og staðsetningu hennar og tengjum þig við vöruna.
Hvernig er greitt fyrir vöruna?
Þegar kaupandi hefur skoðað vöruna og tekið ákvörðun að kaupa hana gerir Efnisveitan reikning á kennitölu kaupanda og kröfu í banka. Efnisveitan er ekki með posa né tekur reiðufé. Greiðsla miðast samhliða afhendingu vörunar.
Hvernig er hægt að endurnýta/selja hjá Efnisveitunni?
Sendu okkur póst á efnisveitan@efnisveitan.is með myndir af vörunum ásamt magni.
Ekkert er okkur óviðkomandi á meðan hluturinn er í lagi og það er hægt að endurnýta hann, gefa honum framhaldslíf.
Í framhaldi metum við vörurnar og veitum ráðgjöf varðandi framhaldslíf vörunar og hvað gæti verið næsta skref.
Efnisveitan kaupir ekki vörur heldur miðlar einungis efniviðinum frá eiganda til að minnka kolefnisspor okkar allra. Efnisveitan sér um alla þætti sölunnar fyrir utan að hýsa vöruna.
Tíminn er gríðarlega dýrmætur, því fyrr sem við fáum vöruna á skrá því meiri möguleiki er á að hún endurnýtist/seljist. Sem dæmi þótt vara losnar ekki til afhendingar fyrr en eftir x vikur/mánuði er ekkert til fyrirstöðu að hún geti farið á skrá.
Efnisveitan vöruhús Skeifan 7
Efnisveitan er með lítið vöruhús í Skeifunni 7 undir gamla Elko þar sem hægt er að kaupa vörur. Þar erum við með tilfallandi hluti sem hafa fallið til í okkar endurnýtingar starfi.
Við rekum þar ekki hefðbunda verslun heldur opnum við vöruhúsið okkar fyrir gestum og áhugasömum í hádeginu milli 11-13 virka daga.
Ekki er hægt að mæta í skeifuna með vörur til endurnýtingar, fyrsta skrefið er að senda okkur póst með myndir af vörum á efnisveitan@efnisveitan.is
Ath Aðeins brot af því sem birtist hér á síðunni er í Skeifunni, ef þið eruð með ákveðina vöru í huga er best að spyrjast fyrir í gegnum fyrirspurnar formið undir viðkomandi vöru.
Efnisveitan er með rammasamning við Ríkiskaup
Stofnendur & eigendur Efnisveitunar eru:
Bogi Auðarson 8631970
Hugi Hreiðarsson 8981000
Efnisveitan
Kt. 5501692159
Vsk nr. 119787