top of page
srfff.jpg
Screenshot 2023-11-22 at 11.04.17.png

Opið virka daga
milli kl. 11-13
Skeifan 7, kjallari

Ath. Ekki eru allir hlutir hér
á síðunni á staðnum

Vöruúrval
Untitled-design.webp
Contact

Að endurnýta með Efnisveitunni

  • Efnisveitan er á fimmta starfsári og þjónustar stór og smá fyrirtæki svo sem verkfræði- og lögfræðistofur, flugfélög, bæjarfélög, stofnanir, skóla, byggingaverktaka og fasteignafélög við að endurnýta. 

  • Ekkert er okkur óviðkomandi á meðan hluturinn er í lagi og það er hægt að endurnýta hann til framhaldslífs.

  • Oft á tíðum er tími af skornum skammti þar sem húsnæði eða vöruhús með endurnýtanlegum hlutum þarf rýma innan tiltekins tíma. 
    Því skiptir gríðarlega miklu máli að hefja endurnýtingu sem allra fyrst til að lágmarka flækjustig sökum tímaskorts og hámarka endurnýtingu.  

  1. Sendu okkur póst með myndum af vörunum ásamt magntölum og punktum sem þú telur hjálpa til að meta endurnýtingu.

  2. Við metum vörurnar og veitum ráðgjöf varðandi endurnýtingu og hvað gæti verið næstu skref.  Einfaldara verður það ekki.

UM OKKUR

Efnisveitan sérhæfir sig í að aðstoða við að framlengja lífdaga á margvíslegum efnivið í þeim tilgangi að lágmarka sóun og nýta sem best það sem jörðin gefur af sér. ​​Efnisveitan miðlar m.a efnivið frá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum. 

Efniviður á þessari síðu breytist frá degi til dags.

Allar nánari upplýsingar sjá hér 

Stofnendur & eigendur

Bogi Auðarson 8631970

Hugi Hreiðarsson 8981000
Kt. 5501692159

Vsk nr. 119787​

omar2_edited_edited.png

EFNISVEITAN
Efnisveitan notagildið nýtir.
Hin nýja hugsun hringrásinni flýtir,
endurunnið, endurnýtt að nýju
í endalausri grænni hjartahlýju.

Fjölnota skal flest hér jafnan vera
og frumleg hugsun hróður allra bera.
Efnisveitan áfram þarfir seðji
svo öflug sjálfbær þróun styrki og gleðji.

 

Höfundur: Ómar Ragnarsson

UPPLÝSINGAR

Heimilisfang

Skeifan 7 (kjallari undir gamla Elko)

108 Reykjavík 

Hafa samband

Bogi Auðarson 8631970

Hugi Hreiðarsson 8981000

Opnunartími vöruhús

Mán - Fös

11:00  – 13:00 

Efnisveitan er með lítið vöruhús í Skeifunni 7 undir gamla Elko þar sem hægt er að kaupa vörur. Þar erum við með hluti sem hafa fallið til í okkar endurnýtingar starfi. Ath innan við 10% af vörunum á þessi síðu er staðsettar skeifunni þvi mælum við ávallt með fyrirspurnarforminu undir hverri vöru.  Við rekum þar ekki hefðbunda verslun í skeifunni heldur opnum við vöruhúsið okkar fyrir gestum og áhugasömum í hádeginu milli 12-13. 

bottom of page