top of page
  • mess
  • White Facebook Icon
SELT / SOLD   Gámahús, kennslustofur, vinnubúðir, mötuneyti - 7 einingar WC

SELT / SOLD Gámahús, kennslustofur, vinnubúðir, mötuneyti - 7 einingar WC

Vegna breytinga eru til sölu 7 gámahús sem keypt voru hjá Stólpum-Gámum nóvember árið 2022. Eru því 26 mánaðar gamlar.  Húsin eru sem ný og vel útbúin.

Þetta eru samliggjandi smáhýsi alls 103,5 m². Litur: RAL 7035 Light Grey. 

Þessi hús henta vel fyrir kennslu, mötuneyti, vinnubúðir þar sem þau eru með  110 mm einangrun í veggjum og 100 mm í loftum. - Ath. ekki 60 mm einangrun líkt og í ódýrari húsum. Hljóðvistunarplötur voru settar inn í húsið. Fylgir með. Er það ekki með í verði hússins sem og færanlegur milliveggur og skjólveggur hjá hurðum. Hellur fylgja ekki með. 

Einingarnar eru tengdar saman, en ekki festar sérstaklega við jörðu og liggja á steyptum hellum og grús, þannig að auðvelt er að fjarlægja af staðnum. Ein gámaeiningin er með tveimur salernisrýmum ásamt inngangi. 

  • Brúttóflatarmál hvers gáms er u.þ.b. 15 m² (6,0m*2,5m).
  • Heildarstærð brúttó 103,8 m². 
  • Nettóflatarmál hvers gáms er u.þ.b. 13 m² (5,8m*2,3m). 
  • Heildarstærð nettó 95,7 m². 
  • Hæðin á gámunum er 280 cm og hæð frá botni upp á gólfdúk er 15 cm. 
     

Slitsterkur gólfdúkur er í öllum einingunum, sem lítið sér á. Gámarnir eru upphitaðir með rafmagni og er einn ofn í hverri einingu. Raflagnir, vatn og skólp er tengt við gámaeiningarnar, sem þarf að aftengja fyrir flutning. Millivegg var komið fyrir úr timbri í „salnum“, sem myndaður var af fjórum einingum. Hljóðvist var bætt með hljóðdempunarplötum í kverkum (þar sem loft mætir vegg). Skjólveggir úr timbri eru framan við sitthvorn inngang.

Staðsett í pnr. 245

Verð 13.500.000 án vsk.

Verð 16.740.000 kr. m. vsk.

 

Nývirði 17.600.000 kr. án vsk. 
Verð 21.900.000 með vsk. vsk. 


Nánari upplýsingar í síma  8981000
Fylgdu okkur á Facebook
Endurnýtum & spörum

 

  •  

17.600.000kr Regular Price
13.500.000krSale Price

Áhugi að skoða/kaupa þessa vöru?
Hafir þú áhuga á þessari vöru fyllir þú út fyrirspurnar formið hér til hliðar og sendir okkur.
Við svörum þér með upplýsingum um staðsetningu o
g tengilið vörunnar. Langflestar vörur eru staðsettar hjá eiganda vörunar sem að jafnaði er á höfuðborgarsvæðinu en töluvert er líka á landsbyggðinni.
Sé varan merkt SELD/SOLD þá er hún seld. 

 

Hvernig er greitt fyrir vöruna? 

Þegar kaupandi hefur skoðað vöruna og tekið ákvörðun að kaupa/endurnýta hana gerir Efnisveitan reikning á kennitölu kaupanda og kröfu í banka.
Efnisveitan er ekki með posa né tekur reiðufé.  Greiðsla miðast samhliða afhendingu vörunar.

Fyrirspurn

Móttekið! Þú heyrir frá okkur

 Efnisveitan - vöruhús Skeifan 7 (undir gamla Elko sjá nánar hér) Opnunartími milli kl.11 -13 virka daga

bottom of page